Allt sem þú þarft fyrir fullkomna ferð í fjallið.

Genginn er í garð sá árstími þar sem skemmtilegast er að fara í fjallið og gleyma amstri dagsins þegar brunað er niður brekkurnar á skíðum eða snjóbretti. En það er ekki nóg að hafa bara góða skapið í farteskinu heldur þarf að huga að ýmsu áður en lagt er af stað.

 

Hér eru nokkrir hlutir sem er gott að hafa meðferðis þegar farið er í fjallið:

Skíðafatnaður. Úlpa, snjóbuxur, húfa og vettlingar til að verjast kuldanum er auðvitað efst á blaði.
Þú færð útivistarfötin frá Helly Hansen
og skíðagleraugun í Sportver.

Hitabrúsi. Brúsi sem heldur kakóinu heitu allan daginn er gulls ígildi. Þessi hitabrúsi heldur bæði heitu og köldu og hann fæst í Heimilistækjum.

Sólarvörn. Margir hafa brennt sig á því að gleyma sólarvörn þegar farið er á skíði. Það er ekki gaman að mæta í vinnuna eftir helgi í fjallinu með brúnkufar eftir skíðagleraugun í andlitinu. Þessi sólarvörn hlífir þér frá því og fæst í The Body Shop.

Föðurland. Gott föðurland innan undir skíðagallann er afar mikilvægt. Mikið úrval er af allskyns ullarfötum fyrir alla fjölskylduna í Ullarkistunni.

Myndavél. Það getur verið afar skemmtilegt að taka með sér einnota myndavél í fjallið og festa daginn á filmu.
Þessi myndavél fæst í verslun Nova á Glerártorgi.

Nesti. Fyrir marga er nestispásan hápunktur dagsins. Öll hráefnin fyrir fullkomna kæfusamloku og allt hitt í nestisboxið fæst í Nettó.

Varasalvi. Kalda loftið og sólin geta leikið varirnar okkar ansi grátt. Góður varasalvi kemur sér vel í fjallinu.
Þessir er með sólarvörn og fæst í Lyf og Heilsu.

 

Á heimleið. Eftir langan dag í brekkunum er oftast lítill húmor fyrir því að fara heim og elda ofan í allt liðið. Þess vegna er tilvalið að láta Verksmiðjuna sjá um kvöldmatinn í staðinn og njóta lífsins á meðan.

 

Góða skemmtun í fjallinu!