Fermingar 2024

Fermingarbæklingur Glerártorgs 2024

 

Dagarnir eru farnir að lengjast og vorið er handan við hornið. Það þýðir að uppáhaldssamkomur allra eru á næsta leyti, fermingar. Ert þú ert að fermast í ár og veist ekkert hverju þú átt að klæðast undir kyrtlinum? Átt þú barn sem er að fermast og vilt halda glæsilegustu veislu bæjarins? Eða reiknar þú með að fá boð í fermingarveislu og hefur ekki hugmynd um hvað þú átt að gefa fermingarbarninu? 

 

Fötin

Fermingarfötin eru lykilatriði á stóra deginum en mikilvægast er að fermingarbörnin séu fallega en þægilega klædd, því dagurinn er jú langur. Undanfarin ár hafa vorlegir og ljósir litir slegið tóninn hjá stelpunum og hvítir kjólar eru klassík. Ballerínuskór, lághælaðir skór eða einfaldlega fallegir hvítir strigaskór eru alltaf vinsælir. Fyrir strákana eru falleg jakkaföt eða skyrta og blazer-jakki gott val. „Trendið er að vera svolítið loose og vera kannski með eina, tvær tölur hnepptar frá“ segir Steinar, verslunarstjóri Dressman á Glerártorgi. Hann segir að blái liturinn sé vinsæll hjá drengjunum og hvítir strigaskór með. Þá sé gull og silfur málið þegar kemur að aukahlutum, líkt og bindum og bindisnælum.

Svo er það fólkið bakvið tjöldin. Þó að börnin séu í aðalhlutverki er þetta líka gleðidagur í lífi foreldranna. Þar eru einnig ljósir litir áberandi enda vor í lofti.

 

Veislan

Þegar kemur að veitingum hefur sú leið að bjóða upp á eitthvað sem er í uppáhaldi hjá fermingarbarninu verið vinsæl undanfarin ár og verður svo líka í ár. Á deginum þeirra er ekkert að því að bjóða upp á hamborgara og franskar eða sushi svo lengi sem allir fá eitthvað fyrir sinn snúð. Vorlitir eru klassískt þema í skreytingum og ekki verra ef tónað er við klæðnað fermingarbarnsins. Fallegar servíettur og borðskraut eru lykilatriði og ekki skemmir fyrir ef afskornum blómum er komið fyrir á vel völdum stöðum. Ef hægt er að spila á einhvern hátt inn á áhugamál fermingabarnsins getur það komið afar vel út. Svo bræðir það alltaf eldri gesti þegar myndir af fermingarbarninu fá að njóta sín í veislunni.

 

Skoðaðu fermingarbækling Glerártorgs með því að ýta á linkinn hér fyrir neðan: 

Fermingarbæklingur Glerártorgs