112 dagurinn á Glerártorgi

Slökkvilið Akureyrar mun verða með kynningu á tækjum og búnaði slökkviliðsins á Glerártorgi á 1-1-2 deginum föstudaginn 11.2. Sýningar verða kl. 13:00, 15:00 og 17:00 þar sem slökkviliðs og sjúkraflutningamenn ætla að veita almenningi innsýn í störf þeirra. Sýnd verður reykköfun þar sem slökkviliðsmenn munu fara inn í reykfylt rými og bjarga manneskju út. Þá verður sýnd endurlífgun og björgun á fólki úr bílflökum svo eitthvað sé nefnt. Einnig verður til sýnis ýmis búnaður sem slökkviliðið er að nota við störf sín. Þá verður nýr stigabíll slökkviliðsins til sýnis.