Skilmálar Glerártorgs um vinnslu persónuupplýsinga:
Glerártorg er í eigu Eik Fasteignafélags, Sóltúni 26, 105 Reykjavík.
Persónuupplýsingar sem við söfnum fyrir póstlista er nafn, kennitala, netfang, heimilsfang og símanúmer. Notendur skrá sig á póstlista og fá sent efni frá Glerártorgi. Netföngin eru vistuð í vefumsjónarkerfi Mailchimp og eru einungis vistuð í þeim tilgangi að senda út fréttir og upplýsingar frá Glerártorgi ásamt markpóstum. Með hverjum pósti sem sendur er til notenda er tengill neðst í pósti sem gefur notendum þann valkost að afskrá sig af póstlista hvenær sem er. Rekstrarfélag Eikar notar þessar upplýsingar til að bæta þjónustu til viðskiptavina í formi fréttabréfa, tilboða og í markaðslegum tilgangi fyrir Glerártorg. Gögnin sem söfnuð eru, eru geymd á vefþjóni félagsins eins lengi og talið er þurfa í samræmi við íslensk lög. Við tökum persónuvernd og friðhelgi einstaklinga mjög alvarlega og útlistar þessi yfirlýsing hvernig upplýsingum er safnað.
Frekari spurningum um réttindi einstaklinga eða vinnslu Glerártorgs á persónuupplýsingum skal vinsamlegast beint til personuvernd@eik.is. Telji einstaklingar að vinnsla Glerártorgs á persónuupplýsingum samrýmist ekki gildandi persónuverndarlögum er þeim bent á að hægt er að leggja fram kvörtun hjá lögbæru eftirlitsstjórnarvaldi, s.s Persónuvernd,
Hægt er að kaupa gjafakort á Glerártorgi inn á heimasíðu www.glerartorg.is þar sem greiðandi gefur upp kennitölu, nafn, heimilisfang, póstnúmer, símanúmer og netfang til að hægt sé að ganga frá pöntuninni. Einnig gefur greiðandi upp kortaupplýsingar við greiðslu, en þær upplýsingar eru ekki vistaðar.