Saga Glerártorgs

Glerártorg

Glerártorg var opnað 2.nóvember árið 2000. Í húsinu voru þá 23 verslunarrými. Aðdragandi þess að verslunarmiðstöðin var byggð var sú að eigendur Byko, Nettó og Rúmfatalagersins, voru á þessum tíma að huga að bættri aðstöðu fyrir verslanir sínar á Akureyri. Samstarf þeirra leiddi til byggingar Glerártorgs en þessi þrjú fyrirtæki nýttu í upphafi u.þ.b 75% af verslunarrými hússins.  

Við opnun Glerártorgs voru 23 verslanir í húsinu. Árið 2007 var hafist handa við stækkun hússins og í maí 2008 var viðbótarrýmið tekið í notkun. Verslunarrýmum hafði þá fjölgað um réttan helming og voru þá 45 talsins. Eigendaskipti urðu á Glerártogi árið 2014 og núverandi eigandi verslunarmiðstöðvarinnar er Eik fasteignafélag hf.

Fljótlega eftir að nýjir eigendur tóku við rekstri hússins voru kynntar áætlanir um umfangsmiklar breytingar og endurbætur, bæði innanhúss og utan. Viðskiptavinir Glerártorgs hafa þegar orðið breytinganna varir en í dag eru á Glerártorgi tískuvöruverslanir, verslanir með búsáhöld og heimilistæki, sportvöruverslanir, gleraugnaverslun, leikfangaverslanir, hönnunarverslanir, skóverslanir, verslanir með tölvur og símabúnað, snyrtivöruverslanir og skartgripasali, ísbúð, gjafavörurverslanir og verslanir með mat- og heilsuvörur.

Einnig eru fjölmargir þjónustuaðilar í húsinu eins og veitingastaðir, kaffihús, úrsmiður, apótek  ,læknastofur, hárgreiðslu- og snyrtistofa, blóðbanki, stéttararfélag, banki, tryggingarfélag og þjónustuver síma, nets og sjónvarps,