Árleg jólapakkasöfnun Glerártorgs.

Árleg jólapakkasöfnun Glerártorgs.
Gestir Glerártorgs eru hvattir til að kaupa eina aukagjöf og setja við jólatré Glerártorgs. Gott er að merkja pakkann kyni og aldri barns. Söfnunin er í samstarfi við Jólaaðstoð, sem er samstarf Rauða krossins við Eyjafjörð, Hjálpræðishersins á Akureyri, Mæðrastyksnefndar Akureyrar og Hjálparstarfs kirkjunnar. þessi samtök taka enn á ný höndum saman við að aðstoða þá sem minna hafa á milli handana.