Verðandi brúðhjón og öll sem leita að hinni fullkomnu brúðargjöf eru hjartanlega velkomin í Kúnígúnd dagana 15.–18. maí! Kynnið ykkur brúðargjafalistana okkar og fáið innblástur að hinni fullkomnu gjöf. Þessa daga bjóðum við einnig 20% afslátt af öllum borðbúnaði – tilvalið tækifæri til að velja fallegar og nytsamlegar brúðargjafir sem endast um ókomin ár.
Öll tilvonandi brúðhjón sem stofna gjafalista hjá Kúnígúnd til og með 18. maí 2025 eiga möguleika á að vinna glæsilega vinninga. Dregin verða út þrjú heppin verðandi brúðhjón sem fá einn af eftirfarandi vinningum: KitchenAid Artisan hrærivél, Georg Jensen Damask rúmföt eða Le Creuset eldföst mót.
Brúðargjöfin ykkar, frá Kúnígúnd
Brúðkaupum fylgir mikill undirbúningur og geta brúðargjafirnar gjarnan vafist fyrir gestum og jafnvel brúðhjónum þegar þau hafa nóg annað fyrir stafni. Brúðargjafalista hjá Kúnígúnd má stofna vel tímanlega og bæta inn á hann vörum eða fjarlægja hvenær sem hentar jafnvel með löngum fyrirvara. Starfsfólk Kúnígúnd sér um rest og tekur vel á móti brúðkaupsgestum á meðan brúðhjónin eru á lokametrunum í brúðkaupsskipulaginu.
Í Kúnígúnd fást öll helstu og þekktustu vörumerkin á gjafavörumarkaði og því kjörið að stofna brúðargjafalista hjá okkur. Starfsfólk okkar heldur vel utan um listana og getur aðstoðað við valið eða viðbætur þegar nær dregur. Þannig geta brúðhjón strokað allavega eitt atriði af verkefnalistanum með góðum fyrirvara.
Tilvonandi brúðhjón sem stofna gjafalista fá inneign að verðmæti 15% alls þess sem verslað er af listanum. Setjið saman ykkar gjafalista hér á vefnum eða hafið samband við næstu verslun til að fá aðstoð frá fagfólkinu í Kúnígúnd. https://kunigund.is/brudkaupsdagar
Þegar verslað er af brúðargjafalista í verslun þá þarf að láta starfsmann hafa upplýsingar um af hvaða lista er verið að versla.