Casa opnar glæsilega gjafavöruverslun á Glerártorgi 2. júní n.k.

Fréttatilkynning frá Casa og Eik fasteignafélagi 27. apríl 2016

Casa mun opna glæsilega gjafavöruverslun á Glerártorgi.

Verslunin Casa og Eik Fasteignafélag hafa gert með sér leigusamning um verslunarrými á Glerártorgi (áður Mössubúð)

Mun Casa opna þar gjafavöruverslun og er stefnt að því að opna verslunina þann 2. júní n.k.  Innanhússarkitektinn Emma Axelsdóttir mun hanna verslunina, en hún hefur hannað allar verslanir Casa frá árinu 2004.  Öll framkvæmd á versluninni verður í höndum norðlenskra fyrirtækja að sögn Skúla Rósantssonar eiganda Casa. 

Umsvif verslunarmiðstöðvarinnar Glerártorgs eru í sókn og Casa verður góð viðbót við þá miklu og fjölbreyttu verslun og þjónusut sem í boði er á Glerártorgi. 

Skúli telur að mikil tækifæri felist í opnun veerslunarinnar á Glerártorgi en hann hefur haft áform uppi um rekstur verslunar á Akureyri um nokkurt skeið. Verslunin verður með sama móti og Casa í Kringlunni.  En Casa mun bjóða upp á mikið úrval af fallegri gjafa- og hönnunarvörum.