Companys opnar á Glerártorgi

 
Við erum mjög spennt að bjóða Akureyringa velkomna í stórglæsilega verslun Companys á Glerártorgi sem verður opnuð þann 4.júlí. Það verður mikið um að vera á opuninni, tilboð, lukkuhjól, gjafapokar fyrir fyrstu 50 sem versla ásamt léttum veitingum og góðri stemningu.
Við munum bjóða uppá mikið úrval af vönduðum merkjum eins og Part Two, Inwear, Neo Noir, Soaked, Billi Bi, Dr Martens og UGG ásamt fleirum. Einnig verður stór Matinique herradeild.
 
Companys er partur af NTC ehf. sem hefur verið leiðandi í sölu á tískufatnaði á Íslandi meira en 45 ár og við erum alsæl að vera loksins mætt í fallega bæinn ykkar.