Eik fasteignafélag, eigandi Glerártorgs, veitir styrk til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis.
Styrkurinn er tileinkaður framlagi þátttöku gesta sem tóku þátt í gjafaleik á Dekurkvöldi Glerártorgs þann 9. október 2025. Eik fasteignafélag styrkti félagið um 1.000 kr. fyrir hvern þátttakanda sem tók þátt í leiknum, en alls tóku 341 gestir þátt. Styrkurinn er að upphæð 341.000 krónur og fer í Dekurdagasöfnunina sem rennur óskipt til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. Í byrjun október styrkti einnig Glerártorg Krabbameinsfélagið með kaupum á slaufum í staur að upphæð 100.000 krónur.
Styrkurinn er tákn um samhug og stuðning við mikilvægt málefni sem snertir marga.
Fyrir hönd Eikar Fasteignafélags afhentu Kristín Anna Kristjánsdóttir og Elva Ýr Kristjánsdóttir, fulltrúum Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis styrkinn.