Fjölskylduskemmtun á Glerártorgi

Laugardaginn 5. ágúst verður sannkölluð fjölskylduskemmtun á Glerártorgi.

Gleði, söngur, sprell, blöðrur, candyfloss og hæfileikakeppni! 

 

Dagskrá Glerártorgs um Verslunarmannahelgina

Laugardagur 5. ágúst: 

13:00-15:00
Hinn sívinsæli Blaðrari verður á staðnum og gerir allskonar fígúrur úr blöðrum
FRÍTT Candyfloss bæði laugardag og sunnudag 
14:00 Leikhópurinn Lotta: Rauðhetta og úlfurinn verða með brot af því besta í gegnum árin og verður sprell, söngur og fjör fyrir allan aldur.
14:30: Brekkubræður eru ungir Akureyringar sem eiga svo sannarlega framtíðina fyrir sér í tónlistarbransanum.
14:45: Steps Dancecenter Akureyri sýna okkur frábært dansatriði úr Stranger Things
15:00: Hin ómissandi hæfileikakeppni unga fólksins verður á sínum stað. Söngur, dans, töfrabrögð, jójó, sirkus eða hvað sem er! Verðlaun verða veitt fyrir fyrsta sætið ásamt því að sigurvegarinn fær að láta ljós sitt skína á Sparitónleikunum á sunnudagskvöldið. Í lok keppninnar stíga Jón Arnór & Baldur á svið og taka lagið en þeir sitja einnig í dómnefnd. Hæfileikakeppnin er í boði Kids Coolshop
Skráning í keppnina fer fram á Facebook eða á netfanginu glerartorg@glerartorg.is og hvetjum við alla til að taka þátt 16 ára og yngri. 

 

Líf og fjör á Glerártorgi!
Góða skemmtun!