Fjör á fjölskyldudögum á Glerártorgi í febrúar

DAGSKRÁ

Föstudaginn 19. febrúar.  Frítt í flotta hoppukastala frá kl. 14 til 18.  Laugardaginn 20. febrúar. Aftur frítt í hoppukastalana frá kl. 13 til 17. 

Boðið upp á andlitsmálun frá kl. 14:30 til 16:30 og Lilli klifurmús kemur í heimsókn milli kl. 15:30 og 16:00

Myndlistadagur Barnanna - frá kl. 14:30 til 16:30

Glerártorg ætlar að bjóða börnum að teikna mynd og hengja upp á Glerártorgi laugardaginn 20 febrúar milli 14:30 og 16:30.

Endilega komið með börnin og leyfið þeim að skapa listaverk eins og þeim einum er lagið og taka þátt í að skreyta Glerártorg.

Myndin fær svo að hanga á torginu í einhverja daga.