Flying Tiger Copenhagen opnar endurnýjaða verslun

Akureyri, 14. júlí 2025 — Flying Tiger Copenhagen fagnar nýjum kafla á Íslandi með opnun nýendurbættrar og endurhannaðrar verslunar næsta laugardag á Glerártorgi á Akureyri.

Verslunin hefur fengið nýtt og ferskt útlit í takt við alþjóðlega stefnu fyrirtækisins og markar þessi opnun tímamót í verslunarupplifun viðskiptavina. Flying Tiger Copenhagen hefur í nærri aldarfjórðung fært Íslendingum skandinavíska hönnun og frábærar vörur á viðráðanlegu verði.

Flying Tiger Copenhagen hefur lengi verið hluti af daglegu lífi fjölskyldna, námsmanna og allra sem elska litríka og skapandi hluti. Nú tekur verslunin á móti gestum með fersku útliti og skýrari framsetningu.

Mikið verður um að vera á opnunardaginn. Fyrstu 200 viðskiptavinirnir fá glæsilegan gjafapoka að verðmæti að minnsta kosti 6.000 kr. Lukkuhjól verður á staðnum með skemmtilegum vinningum, popp og andlitsmálun– eitthvað fyrir alla fjölskylduna.

Einnig geta nokkrir heppnir viðskiptavinir unnið þátttöku í hinu sívinsæla „Store Run“, þar sem viðkomandi fær 60 sekúndur til að hlaupa um búðina og grípa það sem hugurinn girnist – og fær að eiga það allt! Flying Tiger Copenhagen mun svo gefa andvirði þess sem næst í „Store Run“ Styrktarfélagi Krabbameinssjúkra Barna, en fyrirtækið er einn af aðalstyrktaraðilum SKB á Íslandi.

„Við viljum að hver heimsókn sé innblástur – sama hvort þú ert að leita að hagnýtu, fallegu eða einhverju skemmtilegu. Þetta nýja útlit á versluninni hjálpar okkur að bjóða upp á upplifun sem fær fólk til að brosa,“ segir Arnar Þór Óskarsson, framkvæmdastjóri.

Allir eru hjartanlega velkomnir til að kynna sér nýju verslunina, taka þátt í skemmtuninni og fagna þessum merku tímamótum með okkur.

Opnunarhátíðin fer fram í verslun Flying Tiger Copenhagen á Glerártorgi á Akureyri, laugardaginn 19. júlí og stendur frá kl. 10:00 til 17:00.


📍 Flying Tiger Copenhagen, Glerártorg, Akureyri
📅 Laugardagur, 19. júlí 2025
10:00 – 17:00