Fóa og Fóa Feykirófa á Glerártorgi

Sunnudaginn 14. september kl. 15:00 verður brúðuleikhús á Glerártorgi. 

 

Leikhópurinn Umskiptingar sýna brúðuleikhússýninguna Fóa og Fóa feykirófa sem er æsilegt ævintýri um frekju, yfirgang, vináttu og hjálpsemi.

Fóa verður miður sín þegar Fóa feykirófa stelur hlýja og fallega hellinum hennar. Þá er gott að eiga góða vini sem geta hjálpað.

Töfrabækurnar er góð skemmtun fyrir fjölskylduna og fullkomið að taka sunnudagsrúntinn á Glerártorg með yngstu kynslóðina.
 
Staðsetning: Rýmið á milli Ísbúðarinnar og DÚKA
 
Sjáumst á Glerártorgi