Listasýning á Glerártorgi í tilefni Barnamenningarhátíðar

Ævintýraheimur í öllum regnbogans litum

Börnin á Tröllaborgum takan virkan þátt í Barnamenningarhátíð og hafa sett upp glæsilega og ævintýralega sýningu þar sem flúgandi dreki flýgur um og býflugur sveima um ganga Glerártorgs. 

Sýningin var opnuð með formlegum hætti 4. apríl þar sem ungir listamenn frá Tröllaborgum og kennarar komu saman og fögnuðu ævintýraheiminum sem lætur hvorki fullorðna né börn ósnortinn. 

Börnin unnu verkin út frá sinni túlkun á Lubba stafrófinu. Lubbi finnur málbeinið er bók eftir Eyrúnu Ísfold Gísladóttur og Þóru Másdóttur. Lubbi er íslenskur fjárhundur sem kennir börnum á aldrinum tveggja til sex ára málhljóðin og málörvun. Flest allir leikskólar á Akureyri vinna með Lubba og þekkja því flestir þennan skemmtilega hund.

Börnin vinna með endurvinnanlegan efnivið og túlka og fræðast um bókstafinn sem tengjast ýmsum dýrum, uppruna þeirra og heimkynnum. Læra þau að nota ýmsan efnivið úr umhverfinu og endurvinna hann með virðingu fyrir náttúrunni.

Sjón er sögu ríkari.

 

Til hamingju Tröllaborg með ævintýralega sýningu.