Happdrætti til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis

Glerártorg efnir nú í annað sinn, til happdrættis til styrktar KAON.  Happdrættismiðar eru seldir á Glerártorgi í Sportver, Imperial, Centro, Lin Design, Vodafone Lyf og heilsu og hjá Halldóri úrsmið.  Verslanir á Glerártorgi hafa gefið tugi glæsilegra vinninga.  Miðaverð er kr. 1.000  Dregið verður laugardaginn 28. nóvember nk. kl. 13:00 á Glerártorgi og verður vinningaskrá birt hér á síðunni. ATH.  Einungis verður dregið úr seldum miðum. VINNINGASKRÁ