3. desember klukkan 12:00 opnar Imperial tískuvöruverslun á ný á Glerártorgi eftir gagngerðar breytingar undanfarna daga. Engu hefur verið til sparað að gera verslunina sem glæsilegasta og vöruúrvalið sem fjölbreyttast. 20 fyrstu viðskiptavinir verslunarinnar munu allir fá gefins 10.000 krónu gjafabréf ásamt því að dregin verða út nokkur 20.000 krónu gjafabréf yfir daginn. Imperial verður opið til 22:00 svo allir ættu að geta litið við á þessum rúma afgreiðslutíma og nýtt sér 25% afsláttinn sem boðið verður uppá í tilefni opnunarinnar.