Sölubás Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis
Það er kvöldopnun á Glerártorgi í dag, 9. október og verður Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis á staðnum frá kl. 15-17 og 20-22 með fallegan bleikan bás þar sem hægt er að skoða eða versla hinar ýmsu vörur og styrkja þarft og gott málefni