Læknastofur Akureyrar í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu hefja sýnatöku vegna Covid-19 veirunnar

Læknastofur Akureyrar í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu munu hefja sýnatöku vegna Covid-19 veirunnar næstkomandi mánudag. Glerártorg leggur verkefninu til húsnæði og verða sýnatökurnar framkvæmdar norðanmegin á Glerártorgi við sérinngang eins og sjá má á yfirlitsmynd sem fylgir texta.
Sýnatökurnar eru öllum að kostnaðarlausu og eru tímapantanir á netinu, sjá hlekk að neðan.
Endilega deilið svo hægt sé að ná til allra sem vilja komast að.
https://bokun.rannsokn.is/#!/akureyri/login/