Leigusamningur framlengdur, miklar breytingar á döfinni

Breytingarnar eru það umfangsmiklar að meðan á þeim stendur, þá flyst verslunin í rýmið sem BT hafði áður á leigu innar á ganginum. Þetta verður í þriðja sinn sem verulegar breytingar verða á versluninni, sem er ein þeirra sem hefur verið rekin á Glerártorgi frá opnunardegi 2. nóvember árið 2000.  Halldóri, starfsfólki hans og öðrum aðstandendum fyrirtækisins eru sendar góðar kveðjur á þessum tímamótum.