Dressmann er Akureyringum vel kunnug en hún hefur verið á sínum stað á Glerártorgi síðan árið 2000.
Fyrsta Dressmann-verslunin á Íslandi var opnuð árið 1996 í Reykjavík en norska verslunarkeðjan var stofnuð árið 1967. Verslanir Dressmann eru fjórar, Glerártorgi Akureyri, Kringlunni Reykjavík og svo tvær í Smáralind Kópavogi en þar er Dressmann XL sem selur föt frá 2-9XL. Dressmann er jafnframt stærsta verslunarkeðja með herraföt á Norðurlöndunum með yfir 400 verslanir í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku, Íslandi.
Í byrjun janúar tóku við breytingar á Dressmann á Glerártorgi sem Steinar Logi Stefánsson, verslunarstjóri á Akureyri, segir auðvelda viðskiptavinum að sjá meira af þeim vörum sem eru í boði.
,,Þetta hefur verið skemmtilegt verkefni að taka þátt í svona breytingum. Virkilega gaman að sjá búðina taka á sig nýtt andlit eftir mörg ár af sama lúkkinu. Við fengum frábærar norskar konur sem eru vel æfðar í að smella upp nýrri búð á tveimur dögum og gekk þetta því eins og í sögu. Búðin er bjartari og í takt við tímann. Stærsta breytingin er líklega uppsetningin á búðinni, færðum gallabuxurnar innst í búðina og stækkuðum jakkafatadeildina mikið svo að allt er opnara og nú flæðir hún meira, kúnnin sér betur hvort hann sé að skoða fínni klæðnað eða hversdags,“ segir Steinar Logi Stefánsson, verslunarstjóri.
Mynd: Kaffid.is
„Hér er alltaf nóg að gera og við erum svakalega heppnir með hversu margir koma og fara. Við reynum að gefa fólki frábæra þjónustu og mæta þeim þörfum sem því fylgir. Við fáum reglulega okkar fastakúnna sem við erum mjög þakklát fyrir, en svo er yngri kynslóðin alltaf meira að koma og kíkja á okkur og græja sér smart-klæðnað,“ segir Steinar og bætir við að margir þekkki síðan til þeirra fyrir frábær tilboð á gallabuxum, skyrtum, peysum og jakkafötum.
Að lokum segir Steinar að upplagið hjá Dressmann sé að gera þetta einfalt fyrir kúnnann, leyfa honum að stjórna ferðinni og svo eru starfsmenn tilbúnir til að leiðbeina og gefa fagleg ráð.
„Ég held að þetta sé akkúrat í takt við þær breytingar sem hafa orðið á Glerártorgi og gefi fólki áhuga á að skoða meira í búðir. Nú er vetrartímabilið og áhersla er á hlýrri fatnað, peysur og yfirhafnir ásamt því sem klárar lúkkið – fylgihlutir, trefill og hanskar,“ segir Steinar og að lokum hvetur hann alla sem eiga leið á Glerártorg að kíkja við – við tökum vel á móti ykkur.
Frétt birtist á Kaffid.is, 22. jan. 2025
Lesa frétt: https://www.kaffid.is/miklar-breytingar-a-verslun-dressmann-glerartorgi/