Nýjar kerrur fyrir börnin á Glerártorgi

Við erum búin að fá nýjar kerrur fyrir yngstu gestina okkar.
Hægt er að fá barnakerrur að láni endurgjaldslaust á meðan verslað er á Glerártorgi, bæði einfaldar kerrur og systkinakerru.
Kerrurnar eru léttar og liprar og henta börnum frá 5-6 mánaða aldri upp í allt að 20 kg. Hámarksþyngd fyrir systkinakerru er 35 kg.
Kerrurnar eru staðsettar á húsvarðargangi, á milli Imperial og Rexin, til móts við salerni. Kvitta þarf fyrir láninu og skila svo kerrunni þangað aftur eftir notkun.