NÝJAR VERSLANIR Á GLERÁRTORGI

Eik fasteignafélag hf., eigandi Glerártorgs og Heimilistæki ehf. hafa undirritað leigusamning um á annað þúsund leigufermetra á Glerártorgi.  Um mitt næsta ár munu verslanir Heimilistækja og Tölvulistans opna í stórum hluta þess rýmis sem hýsti verslunina Europris á sínum tíma.  Tilkoma þessara ágætu verslana verður kærkomin viðbót við vöruval og þjónustu á Glerártorgi.