Í andyri Glerártorgs hjá sem Arionbanka er búið að staðsetja snjallskáp viðskiptavinum til þæginda. Nú er hægt að hafa samband við verslanir í húsinu og ganga frá pöntun sem viðskiptavinur getur svo nálgast í snjallskápnum með einföldum hætti á hvaða tíma sólarhringsins sem er.
Þegar viðskiptavinur hefur pantað vörur fær hann einfaldlega númer sem hann hringir í sem opnar hólfið sem varan hans er í. Þetta verður ekki einfaldara og vonandi viðskiptavinum okkar til þæginda.