SÝNING Á GLERÁRTORGI

Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni (FVSA) fagnar 90 ára afmæli sínu í ár en félagið var stofnað 2. nóvember 1930. Af því tilefni færði FVSA þrennum félagasamtökum veglegar gjafir í fyrir skemmstu, efnir til sögusýningar á Glerártorgi og gefur út bók um sögu félagsins 1930-2020.

 

Sögusýning á Glerártorgi

Föstudaginn 30. október var formlega opnuð sýning í verslunarmiðstöðinni Glerártorgi á Akureyri. Þar er varpað upp svipmyndum úr sögu félagsins í máli og myndum. Að auki eru ýmsir munir til sýnis sem yngri kynslóðir kunna að hafa heyrt um en aldrei séð með berum augum… Sýningin verður opin næstu fjórar vikur. Gestir eru hvattir til að taka þátt í spurningaleik sem tengist sýningunni og eru veglegir vinningar í boði.

 

Við hvetjum alla til að koma og skoða þessa bráðskemmtilega uppsettu sýningu og taka þátt í leik félagsins en frekari upplýsingar um sýninguna og leikinn má finna á heimasíðu félagsins www.fvsa.is
Aðeins um leikinn af heimasíðu félagsins: “Tveir vinningshafa verða dregnir út og vinningar eru helgarleiga veturinn 2020-2021 á Illugastöðum eða í íbúð í Reykjavík og 10.000.- kr inneign hjá Air Iceland Connect. Dregið verður 1. desember."