Alþjóðlega veitingakeðjan Wok to Walk opnaði um helgina fjórða veitingastað sinn á Íslandi á Glerártorgi. Wok to Walk rekur yfir eitt hundrað veitingastaði við góðan orðstír í mörgum helstu stórborgum heims í 18 löndum, þar á meðal London, Amsterdam, Las Vegas og Barcelona.
„Wok to Walk er líklega öflugasta keðjan í hópi Wok veitingastaða í heiminum og vinsælasti asíski götubiti Evrópu og það er mjög spennandi að taka þátt í opnuninni hér heima, enda maturinn frábær og vörumerkið sterkt. Gæði og úrval er lykilatriði hjá Wok to Walk og það tryggjum við,” segir Einar Örn Einarsson, framkvæmdastjóri Wok to Walk.
Fyrsti Wok to Walk veitingastaðurinn opnaði á Íslandi í desember 2024 og í dag eru staðirnir þrír á höfuðborgarsvæðinu.
„Ég hreinlega elska asískan mat og féll algjörlega fyrir Wok to Walk þegar ég kynntist þessum asíska götubita. Ég er sannfærður um að Íslendingar verða jafn hrifnir og ég af þeim frábæra mat sem þar er matreiddur. Við munum bjóða upp á mikið úrval gæðarétta á borð við Pad Thai, Yakisoba, Donburi og grænmetisrétti, svo eitthvað sé nefnt..” segir Einar Örn.
Einar Örn hefur áratuga reynslu af rekstri veitingastaða, en hann stofnaði Serrano árið 2002 og er framkvæmdastjóri Zócalo, sem rekur m.a. veitingastaði í London, Stokkhólmi og Kaupmannahöfn.
Ásrún Nicole Kanan Guðmundsdottir er meðeigandi Wok to Walk á Akureyri:
Við teljum að Iðunn Mathöll og Glerártorg sé besta mögulega staðsetning fyrir Wok to Walk á Akureyri. Ég er ótrúlega spennt yfir því að koma með þennan holla og frábæra asíska skyndibita í minn heimabæ” segir Ársún.
Heimasíðu Wok to Walk má finna hér: www.woktowalk.is
Nánari upplýsingar veitir:
Einar Örn Einarsson, framkvæmdastjóri Wok to Walk í síma 896 9577 / einar.orn@woktowalk.com