16. Júní, TAKTU DAGINN FRÁ! Frábær fjölskylduskemmtun; Sveppi og Villi, andlitsmálun, leikjaland o.m.fl. Fjör og frábær tilboð í verslunum Glerárstorgs.
Dregið hefur verið í getrauninn. Vinningshafar eru:
Hrafnhildur Ósk Jóhannsdóttir, Akureyri, sem fær 30 þúsund króna gjafakort frá Glerártorgi.
Katrín Axelsdóttir, Akureyri en hún fær 25 þúsund króna gjafakort frá Imperial tískuvöruverslun.
Brynjar Þór Bjarkason, Akureyri, sem fær 30 þúsund króna gjafakort frá Levi's Store og
Mónika Björk Friðriksdóttir, Akureyri en hún fær hárvörupakka að aðkvirði 20 þúsund krónur og
klippingu og litun út árið 2017 frá Modus hárstofu. Vinningshafar vitji vinninga í viðkomandi verslunum og
gjafakort Glerártorgs er afgreitt í Imperial.
Því miður hefur Flugfélag Íslands fellt niður tvær síðustu ferðirnar til Akureyrar í dag. Það þýðir að Aron Brink, Aron Hannes og Saga Garðars mæta ekki til okkar í kvöld. Okkur þykir afar leiðinlegt að þurfa að tilkynna þetta en við þetta fáum við ekki ráðið.
Velkomin á Glerártorg. Opnunartíma um páskana finnur þú með því að smella á línuna "allir opnunartímar" í svarta ferningnum, til hægri hér á síðunni.
Er afmæli í nánd eða brúðkaup eða annar stórviðburður eða langar þig bara til að gleðja einhvern. Mundu þá að gjafakort Glerártorgs eru góður kostur við öll tækifæri. Kortin eru seld í versluninni Imperial.
Eurovision keppendurnir Aron Hannes og Rúnar Eff mættu á Glerártorg sl. föstudag 3. mars og laugardag 4. mars. Fjölmargir aðdáendur mættu og hlustuðu á kappana. Glerártorg þakkar tónlistarmönnum og öllum sem komu og hlustuðu kærlega fyrir komuna og óskar þeim Rúnari og Aroni góðs gengis í úrslitakeppni Eurovision.
Halló krakkar. Við minnum á öskudaginn, sem er miðvikudaginn í næstu viku 1. mars. Þá verður mikið fjör á Glerártorgi og allir velkomnir til að syngja og skemmta sér. Nammi og verðlaun fyrir söng og búninga. Kötturinn sleginn úr tunnunni.
Það er fjölskyldudagur á Glerártorgi á laugardaginn frá kl. 13 til 17. Leikjaland, hoppukastalar, andlitsmálun, blöðrur fyrir alla krakka. Og síðast en ekki síst þá kemur sjálfur ÍÞRÓTTAÁLFURINN í heimsókn og skemmtir krökkum á öllum aldir. Smellið á borðann hér fyrir ofan og sjáið alla dagskrá fjölskyldudagsins.
Það er alltaf þess virði að koma í heimsókn á Glerártorg. Vöruval og góð þjónusta í þægilegu umhverfi. Þú ert ávallt velkominn.
Missið ekki af þessu. Ótrúleg tækifæri til að gera góð kaup á gögumarkaðnum á Glerártorgi, sem hefst fimmtudaginn 2. febrúar og lýkur mánudaginn 6. febrúar. Þessum tækifærum væri óráð að sleppa. Verið velkomin.